Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hörður og Arnór spiluðu í jafn­tefl­is­leik

Íslendingaliðið CSKA Moskva gerði 1-1 jafntefli í nágrannaslag í rússnesku úr­vals­deild­inni í dag.

ÍV/Getty

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku báðir fyr­ir CSKA Moskvu þegar liðið gerði jafn­tefli við Lokomotiv Moskvu, 1-1, í nágrannaslag í rússnesku úr­vals­deild­inni í dag.

Hörður Björgvin lék allan leikinn á meðan Arnór spilaði fyrstu 83. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli.

Lokomotiv Moskva komst yfir í fyrri hálfleik með marki Benedikt Höwedes á 13. mín­útu en Fedor Chalov jafnaði fyr­ir CSKA Moskvu rétt fyrir leikhlé, á 40. mínútu.

CSKA Moskva er með 41 stig í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar og er enn í baráttu um rússneska meistaratitillinn, en liðið er sjö stigum á eftir Zenit St. Pétursborg sem situr á toppi deildarinnar þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu.

Fyrsta og annað sætið í deildinni tryggir liðum í deildinni fast sæti í Meistaradeild Evrópu en þriðja sætið gefur umspilssæti í sömu keppni. Fjórða og fimmta sæti gefa þá umspilssæti í Evrópudeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun