Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Hörður og Arnór skoruðu í sigurleik – Sjáðu mörkin

Hörður Björgvin og Arnór skoruðu báðir fyr­ir CSKA Moskvu sem hrósaði sigri í Rússlandi í dag.

Mynd/CSKA

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir á skotskónum fyrir CSKA Moskvu þegar liðið vann góðan 3-0 útisigur gegn Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin skoraði fyrsta markið fyrir CSKA Mosvku á 17. mínútu og Arnór tvöfaldaði forystuna með marki á 57. mínútu áður en Jaka Bijol fullkomnaði sigur liðsins á 65. mínútu.

Hörður lék allan leikinn sem miðvörður vinstra megin í þriggja manna vörn og Arnór lék fyrstu 61 mínútuna í fremstu víglínu.

Með sigrinum fer CSKA á topp deildarinnar og hefur nú 25 stig eftir 11 leiki.

Viðar Örn Kjartansson lék þá síðasta hálftímann með Rubin Kazan sem gerði markalaust jafntefli við Ufa. Kazan er í 11. sæti með 11 stig.

Mörkin hjá Herði og Arnóri eru hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið