Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hörður missir af toppslagn­um

Hörður Björgvin miss­ir af leik CSKA Moskvu gegn Rostov á morgun.

Mynd/CSKA

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, er að glíma við meiðsli og ljóst er að hann missir af toppslagnum gegn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni á morgun. Rússneskir miðlar greina frá þessu í dag.

Hörður meiddist í leik með CSKA gegn Espanyol þegar liðin áttust við í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag. Hörður missteig sig nokkuð illa undir lok leiksins og fór af velli til aðhlynn­ing­ar en kom síðan aftur inn á og kláraði leikinn.

Eftir leikinn fór Hörður heim á hækj­um vegna meiðslanna og fór í myndatöku í gær þar sem kom í ljós að hann varð fyrir ökklameiðslum, en það kom fram á vefsíðu CSKA í gær.

CSKA trónir á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir ellefu leiki en Rostov er í þriðja sæti með tveimur stigum minna. Lokomotiv Moskva er þar á milli, í öðru sætinu, með jafnmörg stig og Rostov en með betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir