Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hörður í byrj­un­arliðinu í jafn­tefli

Íslendingaliðið CSKA Moskva gerði 2-2 jafntefli í dag.

ÍV/Getty

CSKA Moskva gerði í dag 2-2 jafntefli á heima­velli gegn Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu og spilaði allan leikinn á meðan Arnór Sigurðsson sat á varamannabekknum.

Jaka Bijol kom CSKA Moskvu yfir eftir tæpan hálftíma leik með skallamarki eftir hornspyrnu en Dinamo Moskva-liðið svaraði fyrir sig með tveimur mörkum rétt fyrir leikhléið. Miguel Cardoso skoraði á 35. mínútu og Kirill Panchenko skoraði tveimur mínútum fyrir leikhlé, á 43. mínútu.

Það var svo ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir af leiknum þegar CSKA Moskva náði að jafna leikinn í 2-2. Þar var á ferðinni Takuma með flottu skallamarki eftir aukaspyrnu. Þar við sat og lokatölur 2-2.

CSKA Moskva er í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, einu stigi frá Krasnodar sem er í 3. sæti. Aðeins þrír leikir eru eftir í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun