Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hörður Björgvin í liði umferðarinnar í Rússlandi

Hörður Björgvin er í liði um­ferðar­inn­ar í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin (t.h.) í baráttu við Viðar Örn um síðustu helgi. ÍV/Getty

Hörður Björgvin Magnússon er í liði umferðarinnar í rússnesku úrvalsdeildinni að mati Championat eftir frammistöðu sína með CSKA Moskvu gegn Rubin Kazan um síðustu helgi.

CSKA Moskva hafði þar betur og vann 1-0 útisigur. Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu í leiknum og í byrjunarliðinu hjá Rubin Kazan var Viðar Örn Kjartansson.

Hörður Björgvin átti afar góðan leik fyrir CSKA og í umsögn Championat segir að hann hafi komið í veg fyrir jöfnunarmark er hann bjargaði á marklínu á 54 mínútu leiksins, sem má sjá hér að neðan.

CSKA Moskva hef­ur farið vel af stað í rússnesku úrvaldeildinni á leiktíðinni og er í öðru sæti deildarinnar með 9 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Hörður Björgvin hefur leikið 90 mínútur í öllum fjórum leikjunum til þessa.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir