Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hörður Björgvin besti maður vall­ar­ins í gær

Hörður Björgvin var í gær val­inn maður leiks­ins eftir frammistöðu sína í leik með CSKA Moskvu.

Hörður Björgvin Magnússon lék í gær með CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni þegar liðið fór í heimsókn til Tambov en Íslend­ing­ur­inn innsiglaði sigur sinna manna í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Leikn­um lauk með 2-0 sigri CSKA Moskvu. Kristijan Bistrovic skoraði glæsimark á 84. mínútu er hann lét vaða á mark fyrir utan teig og á fjórðu mínútu uppbótartímans skoraði Hörður Björgvin annað mark liðsins þegar hann smellti boltanum neðst í hægra hornið með skoti fyrir utan teig. Eftir leikinn var Hörður valinn maður leiksins.

„Þriðji sigurinn í röð eftir frábæran 2-0 sigur á Tambov. Við áttum frábæran leik og ég er mjög sáttur að ná inn marki og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn maður leiksins í leikslok. Ég vil að lokum tileinka þessi verðlaun stuðningsmönnunum okkar sem gerðu sér ferð á leikinn. Frábær stuðningur frá þeim meðan á leiknum stóð,“ sagði Hörður á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

CSKA er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, aðeins einu stigi á eftir Krasnodar og Zenit frá Sankti Pétursborg sem eru í efstu tveimur sætunum eftir níu leiki.

 

View this post on Instagram

 

Сегодняшняя победа над Тамбовом стала для нас уже третьей подряд! Мы проделали отличную работу, и я счастлив, что забил гол и получил награду “Игрок матча”. Я хочу посвятить эту награду нашим замечательным болельщикам, которые сопровождают нас на выездных матчах. Замечательная поддержка в течение всей игры! Спасибо! 🔴🔵 Third win in a row after this amazing 2-0 win against Tambov. We did the job and I’m absolutely delighted to get in a goal and honoured to pick up the award as man of the match. I want to dedicate the award to our travelling fans. Amazing support throughout the game! 🔴🔵 📸 @dentyrin

A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir