Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hólm­bert skoraði tvö og Daní­el eitt

Hólm­bert Aron og Daní­el Leó léku stórt hlut­verk í sigri Álasunds í æfingaleik í gær.

Hólmbert í leiknum í gær. Mynd/aafk.no

Hólm­bert Aron Friðjóns­son og Daní­el Leó Grét­ars­son léku stórt hlut­verk í sigri Álasunds í gær þegar liðið hafði betur gegn Hødd, 4-2, í æfingaleik.

Hólmbert Aron skoraði tvö marka Álasund í leiknum, annað og fjórða mark liðsins, og Daníel Leó gerði þriðja markið, en öll fjögur mörk liðsins komu fyr­ir leikhlé.

Daníel Leó spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Álasund, Hólmbert Aron fyrsta klukkutímann og Davíð Kristján Ólafs­son lék síðasta hálftímann sem varamaður með liðinu.

Álasund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en keppni í deildinni hefst á ný í byrjun apríl.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun