Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hólmbert og Aron Elís á skotskónum í sigri Álasund

Hólmbert Aron og Aron Elís voru báðir á skotskónum í dag.

Aron Elís og Hólmbert skoruðu báðir í dag. Mynd/Álasund

Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson voru báðir á skotskónum í 3-1 sigri Álasund á Sogndal í norsku 1. deildinni í dag.

Þrír Íslendingar byrjuðu fyrir Álasund í dag. Daníel Leó Grétarsson var í vörninni, Aron Elís Þrándarson á miðsvæðinu og Hólmbert Aron Friðjónsson var í framlínu liðsins.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum og staðan því markalaus í leikhléi.

Sogndal skoraði fyrsta mark leiksins á 52. mínútu og hélt þeirri forystu alveg þar til þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Ótrúlegt en satt þá náði Álasund-liðið að skora tvö mörk á síðustu þremur mínútunum í leiknum og eitt mark í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Aron Elís skoraði fyrsta mark Álasund með glæsilegu skallamarki og tveimur mínútum síðar skoraði Niklas Castro annað mark liðsins. Það var svo Hólmbert Aron sem gerði út um leikinn með því að skora þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartímanum.

Álasund trónir á toppi norsku 1. deildarinnar með 16 stig og hefur sjö stiga forskot á Sandefjord. Álasund hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu sex umferðunum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun