Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hólm­bert og Aron Elís á skot­skón­um í frábærum sigri

Þeir Hólm­bert Aron og Aron Elís voru báðir á skot­skón­um þegar Álasund vann frábæran sigur á Molde í kvöld.

Aron Elís og Hólmbert Aron. Mynd/Álasund

Íslendingaliðið Álasund tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar með því að vinna stórsigur á Molde, 4-0, á heimavelli sínum í kvöld.

Sigurinn er sérstaklega sætur fyrir Álasund, því Molde situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Álasundar í dag. Hólmbert Aron kom heimamönnum í 1-0 snemma í fyrri hálfleik, eftir 14. mínútna leik, og skoraði annað mark aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan í leikhléi var 2-0 fyrir Álasund.

Eftir tíu mínútur í síðari hálfleiknum skoraði Sondre Brunstaf Fet þriðja mark Álasunds og nokkru síðar gerði Aron Elís út um leikinn þegar hann skoraði fjórða mark liðsins. Frábær 4-0 sigur hjá Álasund, sem er nú komið áfram í 32-liða úrslit í norsku bikarkeppninni.

Álasund hefur átt frábæru gengi að fagna á leiktíðinni og er sem stendur á toppi norsku 1. deildarinnar með 5 stiga forskot á Sandefjord, sem er í 2. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun