Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hólmar Örn val­inn leikmaður mánaðar­ins

Hólmar Örn var í dag út­nefnd­ur leikmaður septembermánaðar í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Levski

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið valinn leikmaður septembermánaðar í búlgörsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína með Levski Sofia, samkvæmt InStat tölfræðinni.

Hólmar Örn varð hlut­skarp­ast­ur í tölfræðinni í deildinni og fékk talsins 314 stig. Í öðru sætinu hafnaði David Malembana, leikmaður Lokomotive Plovdiv, með 294 stig og þriðji í röðinni var liðsfélagi Hólmars, Stanislav Ivanov, með 293 stig.

Hólmar Örn lék fimm leiki fyrir Levski Sofia í september og voru þrír þeirra sigurleikir. Hólmar skoraði eitt mark en markið skoraði hann með laglegum skalla í 3-1 sigri á Botev Vratsa.

Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ludogorets, þegar tólf umferðir hafa verið leiknar í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir