Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Hólmar Örn með lag­legt skalla­mark í sigri

Hólmar Örn skoraði laglegt skallamark fyrir Levski Sofia í sigri liðsins í kvöld.

Hólmar Örn fagnar markinu með liðsfélögum sínum í kvöld. Mynd/gong.bg

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið fyrir Levski Sofia í 3-1 sigri gegn Botev Vratsa í búlgörsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hólmar Örn var í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia og lék allan tímann en markið skoraði hann með laglegum skalla á 12. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.

Levski Sofia tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik og staðan í hálfleik var 2-0.

Botev Vratsa minnkaði muninn á 62. mínútu en Levski Sofia skoraði þriðja markið sitt þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Hólmar Örn er nýkominn á fulla ferð eftir langa fjarveru vegna meiðsla, en hann hefur nú leikið fimm deildarleiki á leiktíðinni.

Levski Sofia er áfram á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki með 26 stig, tveimur stigum á undan Ludogorets Razgrad sem á leik til góða.

Myndskeið af markinu má sjá hér fyrir neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið