Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Hólmar Örn lagði upp í svekkj­andi jafn­tefli

Hólmar Örn lagði upp mark fyr­ir lið sitt Levski Sofia í Búlgaríu í dag.

Mynd/kotasport.com

Hólmar Örn Eyjólfsson og samherjar hans í Levski Sofia urðu að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Cherno More Varna í búlgörsku úrvalsdeildinni í dag.

Hólmar Örn var í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia og lék allan leikinn. Cherno More Varna-liðið skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu en Stijn Spierings jafnaði metin fyrir Levski Sofia á 19. mínútu og var staðan í hálfleik 1-1.

Á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tím­ans í síðari hálfleiks skoraði Deni Alar fyrir Levski Sofia eftir góða sendingu frá Hómari Erni. Markið kom eft­ir skynd­isókn og af­greiddi Alar knöttinn í netið af löngu færi framhjá markverði Cherno More Varna sem var kom­inn langt út úr mark­inu.

Bjugg­ust þá flest­ir við að Levski Sofia væri að fagna sigri en allt kom hins veg­ar fyr­ir ekki, því Cherno More Varna skoraði jöfnunarmark á fimmtu mínútu uppbótartímans upp úr hornspyrnu.

Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar með 45 stig og sex stigum á eftir toppliðinu Ludogorets Razgrad sem á leik til góða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið