Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hólmar og félagar töpuðu toppslagn­um

Hólmar Örn mátti sætta sig við ósig­ur með liði sínu í toppslag búlgörsku úrvalsdeildarinnar.

Mynd/Kotasport

Hólmar Örn Eyjólfsson og samherjar hans í Levski Sofia þurftu að sætta sig við tap gegn Ludogorets Razgrad, 2-0, í toppslag búlgörsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Fyrir leikinn var Levski Sofia í öðru sætinu og stigi á eftir Ludogorets Razgrad, sem náði fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri sínum í kvöld. Ludogorets skoraði fyrra markið á 16. mínútu og það síðara á 81. mínútu.

Hólmar Örn lék allan leikinn fyrir Levski Sofia, sem er áfram í öðru sæti deildarinnar en nú fjórum stigum á eftir Ludogorets þegar tólf umferðir hafa verið leiknar í deildinni.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum hjá gríska liðinu PAOK þegar það sigraði Asteras Tripolis, 2-1, á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki.

Þá var Jón Guðni Fjóluson ónotaður varamaður hjá Krasnodar sem vann góðan 2-1 sigur gegn Spartak Moskvu á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni. Eftir tólf umferðir er Krasnodar í 5. sæti með 24 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Rostov.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun