Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby – Tap hjá Ara Frey

Hjörtur Hermannson var í byrjunarliði Brøndby í fyrsta sinn í fimm mánuði og Ari Freyr lék í tapi Lokeren.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannson var í byrjunarliði Brøndby í fyrsta sinn í fimm mánuði þegar liðið tók í dag á móti Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var fjörugur og endaði með 3-3 jafntefli.

Hjörtur hefur lítið leikið með félaginu á leiktíðinni, en hann var síðast í byrjunarliði Brøndby í október á síðasta ári. Hann hefur verið mikið á varamannabekknum og í þessa fimm mánuði lék hann einungis í eina mínútu þegar hann kom inn á sem varamaður gegn SönderjyskE í nóvember í fyrra.

Deildin var aftur á móti í tveggja mánaða vetrarhléi í kringum þann tíma. Hún fór aftur af stað fyrir einmitt einum mánuði síðan.

Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundnu keppnistímabili í deildinni. Brøndby mætir Horens í síðustu umferðinni.

Í kjölfarið tekur svo við umspil í deildinni. Brøndby situr í fjórða sæti deildarinnar, með 35 stig, og getur tryggt sér umspilssæti ásamt fimm öðrum liðum, sem munu berjast um meistaratitilinn eftirsótta.

Ari Freyr Skúlason lék þá allan tímann á miðjunni með Lokeren sem tapaði 1-0 fyrir Genk í belgísku úrvalsdeildinni.

Lokeren situr á botni deildarinnar, með 17 stig, og er nú þegar fallið niður um deild, en liðið á aðeins einn leik eftir í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun