Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur spilaði vel í góðum sigri Brøndby

Hjörtur fær góða dóma fyrir frammistöðu sína með Brøndby sem sigraði FC Kaupmannahöfn í dag.

Mynd/3point

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Brøndby þegar liðið sigraði FC Kaupmannahöfn, 3-1, í Kaupmannahafnarslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Brøndby hafði 2-0 forystu eftir 23 mínútur en gestirnir í FC Kaupmannahöfn minnkuðu muninn eftir hálftíma leik og staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Brøndby.

Rasmus Falk, leikmaður FC Kaupmannahafnar, fékk að líta rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks og það er óhætt að segja að Brøndby hafi fært sér liðsmun­inn vel í nyt, því Kamil Wilczek innsiglaði sigur liðsins á 76. mínútu, en Wilczek var tvívegis á skotskónum í leiknum. Lokatölur urðu 3-1, Brøndby í vil.

Hjörtur spilaði allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Brøndby og átti góðan leik en hann fékk 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína af miðlinum BT. 

Brøndby er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki.

Ísak Óli Ólafsson sat á varamannabekk SønderjyskE þegar liðið vann góðan 2-1 útisigur gegn Esbjerg. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi SønderjyskE, sem er í 7. sæti með jafnmörg stig og Brøndby, 18 stig, en með lakari markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun