Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur og fé­lag­ar töpuðu í víta­keppni

Hjörtur Hermannsson og fé­lag­ar í danska liðinu Brøndby töpuðu í dag fyrir Midtjylland í úrslitum dönsku bikarkeppninnar eftir vítakeppni.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og fé­lag­ar í danska liðinu Brøndby töpuðu í dag fyrir Midtjylland í úrslitum dönsku bikarkeppninnar eftir vítakeppni. Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby og lék allan leikinn.

Brøndby vann dönsku bikarkeppnina á síðasta ári og gat því unnið annað árið í röð.

Brøndby og Midtjylland áttust við á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1, en Brøndby jafnaði metin á 21. mínútu eftir að Midtjylland komst yfir strax á 6. mínútu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til víta­spyrnu­keppni. Þar hafði Midtjylland betur, 4-3. Markvörður Midtjylland, Jesper Hansen, reyndist hetja dagsins því hann varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni.

Hjörtur og félagar í Brøndby eiga tvo leiki eftir í efra umspili dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er þar í 5. sæti með 46 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun