Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur og Brøndby í Evr­ópu­deild­ina

Hjörtur Hermannsson og fé­lag­ar hans hjá Brøndby tryggðu sér sæti í Evr­ópu­deild­inni.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og fé­lag­ar hans hjá Brøndby tryggðu sér sæti í Evr­ópu­deild­inni með 4-2 sigri sín­um gegn Rand­ers í úrslitaleik um síðasta lausa Evrópusætið í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur lék all­an leik­inn í liði Brøndby sem hafnaði á leiktíðinni í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 52 stig. Liðið vann um síðustu helgi gríðarlega mik­il­væg­an 2-0 sigur á OB í lokaumferðinni í meistarariðli dönsku úrvaldeildarinnar, en sá sigur tryggði liðinu 4. sætið sem varð til þess að liðið mætti í dag Rand­ers í hreinum úrslitaleik um þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Brøndby lenti 2-0 undir í leiknum í dag en Hjörtur lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn Kamil Wilczek á 55. mínútu leiksins. Markið kveikti heldur betur í Brøndby-liðinu sem skoraði síðan þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Lokatölur urðu 4-2 fyrir Brøndby.

Nú þegar dönsku deild­inni er lokið get­ur Hjörtur farið að ein­beita sér að und­ir­bún­ingi ís­lenska landsliðsins fyrir leikina við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli, 8. og 11. júní.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun