Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur lék klukkutíma í jafntefli Brøndby

Hjörtur Hermannsson lék klukkutíma þegar Brøndby gerði jafntefli við Odense í kvöld.

Hjörtur í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson lék klukkutíma fyrir Brøndby þegar liðið tók á móti Odense í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Brøndby komst yfir á 42. mínútu leiksins með marki frá Simon Hedlund en í blálok fyrri hálfleiks jafnaði Troels Kløve metin fyrir Odense. Jafnt í leikhléi, 1-1.

Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þá komst Odense yfir og sá sem skoraði markið var Bashkim Kadrii.

Þremur mínútum eftir annað mark Odense fór Hjörtur Hermannsson af velli. Varnarmaðurinn Benedikt Röcker kom inn á í hans stað.

Brøndby tryggði sér stig með því að ná jöfnunarmarki á 73. mínútu. Framherjinn Simon Hedlund var sá sem var á skotskónum. Þar við sat í markaskorun í leiknum og lokatölur urðu 2-2.

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinar. Stigasöfnun liðanna helst óbreytt frá því á hefðbundnu leiktímabili en deildinni hefur verið skipt niður í tvær umspilskeppnir.

Brøndby leikur á meðal sex efstu liða deildarinnar, í umspili um danska meistaratitilinn. Liðið situr í fjórða sætinu með 39 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun