Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur kominn í bikarúrslit

Hjörtur Hermannsson og liðsfélagar hans í Brøndby tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Brøndby eru komn­ir í úr­slit danska bik­ars­ins eft­ir 1-0 sig­ur á Aalborg í undanúr­slit­un­um í kvöld. Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby og lék allan tímann.

Brøndby skoraði snemma í leiknum eða á 13. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í kvöld.

Brøndby mætir Midtjylland í úrslitaleik þann 17. maí næstkomandi, en Midtjylland vann í gær 4-0 stórsigur á Odense í hinum undanúrslitaleiknum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Brøndby tryggir sér sæti í úrslitum keppninnar.

Brøndby leikur um þessar mundir á meðal sex efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar, í umspili um danska meistaratitilinn. Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því á hefðbundnu leiktímabili og Brøndby situr í fjórða sætinu með 39 stig.

Hjörtur hefur leikið 22 leiki í öllum keppnum á leiktíðinni og í þeim leikjum skorað eitt mark.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun