Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hjörtur áfram eft­ir fram­lengd­an leik

Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi eru komnir áfram í næstu umferð í Evrópudeildinni.

Mynd/3point.dk

Hjörtur Hermannsson og liðsfélagar hans í danska liðinu Brøndby eru komnir áfram í Evr­ópu­deild­inni eftir frábæran 4-1 sigur á Lechia Gdansk frá Póllandi á heimavelli sínum í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Lechia Gdansk, en Brøndby skoraði í kvöld fyrstu tvö mörk leiksins áður en Lechia minnkaði muninn niður í eitt mark og því þurfti að framlengja leikinn.

Brøndby komst í 3-1 eftir þrjár mínútur í framlengingunni og liðið innsiglaði svo sigurinn þegar tvær mínútur lifðu leiks í framlengingunni.

Hinn nítján ára gamli Jesper Lindström skoraði bæði mörkin fyrir Brøndby í framlengingunni en hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum. Hjörtur lék all­an leik­inn í hjarta varn­ar­inn­ar hjá Brøndby í kvöld.

Brøndby eru þar með komið áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir samanlagðan 5-3 sigur en liðið mun í næstu umferð mæta Braga frá Portúgal.

Guðmundur Þórarinsson og samherjar hans í sænska liðinu Norr­köp­ing komust í kvöld áfram í 3. umferð undankeppninnar eftir 1-0 útisigur gegn Liepaja frá Lit­há­en í seinni leik liðanna. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri Norr­köp­ing sem vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Sigurmarkið hjá Norr­köp­ing í kvöld kom á 89. mínútu leiksins en Guðmundi var skipt af velli eftir það. Norrköping mun í næstu umferð mæta Hapoel Beer Sheva frá Ísra­el.

Þá var Arnór Ingvi Traustason ekki í leikmannahópi Malmö sem vann frækinn sigur á Domzale frá Slóven­íu, 3-2, í seinni leik liðanna í kvöld.

Í fyrri leiknum gerðu liðin 2-2 jafntefli en í kvöld reyndist Rasmus Bengts­son hetjan fyrir Malmö þegar hann skoraði sigurmark á 83. mínútu. Malmö vann því einvígið 5-4 samanlagt og mætir annað hvort Zr­injski Most­ar frá Bosn­íu eða Utrecht frá Hollandi í næstu umferð.

Arnór Ingvi varð fyrir slæmum meiðslum fyrir nokkrum vikum og búist er við því að hann verði lengi frá keppni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun