Fylgstu með okkur:

Fréttir

Helsingborg að kaupa Daníel frá KA

KA hefur tekið tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg í Daníel Hafsteinsson.

Daníel (fyrir miðju) fagnar marki með KA. Mynd/KA

KA hefur tekið tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg í Daníel Hafsteinsson. Knattspyrnudeild KA greindi frá þessu fyrr í dag.

Daníel, sem er 19 ára miðjumaður, er búinn að vera lykilleikmaður KA-liðsins í sumar og hefur spilað alla leiki liðsins í Pepsi Max-deild­inni á tíma­bil­inu. Hann hefur alls spilað 40 leiki fyrir liðið og skorað í þeim 4 mörk.

Daníel á þá að baki 15 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 11. sæti af 16 liðum. Andri Rúnar Bjarnason átti góðu gengi að fagna með liðinu á meðan hann lék þar undanfarin ár en hann var seldur frá félaginu í síðasta mánuði og gekk í raðir þýska félagsins Kaiserslautern.

KA sendi frá sér eft­ir­far­andi til­kynn­ingu þess efnis að Daníel sé á leið til Helsingborg:

„Daní­el, sem verður 20 ára seinna á ár­inu, hef­ur verið í al­gjöru lyk­il­hlut­verki á miðjunni í KA liðinu og þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hann nú þegar leikið 48 leiki fyr­ir liðið og gert í þeim 6 mörk.

Þá er Daní­el fastamaður í U-21 árs landsliði Íslands en hann hef­ur alls leikið 15 leiki fyr­ir yngri landslið Íslands og gert í þeim 1 mark. Daní­el á enn eft­ir að ná sam­komu­lagi við Hels­ing­borg en ef samn­ing­ar nást er ljóst að þetta yrði gríðarlega flott skref fyr­ir okk­ar öfl­uga leik­mann.

Á síðustu leiktíð var Daní­el val­inn efni­leg­asti leikmaður KA auk þess sem hann hlaut „Móðann“ og var þar með leikmaður árs­ins hjá Vin­um Móða.

Fyrr á ár­inu seldi KA Bjarna Mark Ant­ons­son til IK Bra­ge í Svíþjóð og klárt mál að fé­lagið ætl­ar sér að búa til fleiri at­vinnu­menn með sínu öfl­uga yngri flokk­a­starfi.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir