Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð og Gylfi heimsóttu endurhæfingardeild Landspítalans

Alfreð og Gylfi heimsóttu endurhæfingardeild Landspítalans á Grensási.

Mynd/Instagram

Íslensku atvinnu- og landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson heimsóttu í dag endurhæfingardeild Landspítalans á Grensási. Með þeim í för var Friðrik Ellert Jónsson, sem er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins.

Á endurhæfingardeild Landspítalans er sinnt fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Alfreð og Gylfi hittu m.a. Aron Sigurvinsson sem lenti í al­var­legu bíl­slysi fyrir tveimur mánuðum.

Aron var tíu daga á gjör­gæslu eft­ir bílslysið, en hefur náð góðum bata og á möguleika á að út­skrif­ast af Grens­ás­deild á næstunni.

Aron spilaði með Elliða árið 2017 og þar áður með 2. flokki Fylkis. Í fyrra spilaði hann með Fjarðabyggð og Huginn í 2. deildinni. Í byrjun sumars spilaði hann einn leik með Hetti/Huginn í 3. deildinni.

 

View this post on Instagram

 

Þeir fengu loksins mynd

A post shared by Aron Sigurvinsson (@aronsigurvins) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir