Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hef­ur úr nokkr­um til­boðum að velja

Ragnar virðist hafa úr nokkrum tilboðum að velja.

ÍV/Getty

Ragnar er með samn­ingstil­boð í hönd­un­um frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Kaupmannahöfn. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Ragnar er sem stendur samningslaus eftir að hafa rift samningi sínum við rússneska liðið Rostov í síðasta mánuði.

Þar með gæti Ragnar hugsanlega snúið aft­ur til síns gamla félags en hann lék með FC Kaupmannahöfn við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014.

Nú þegar vetr­ar­frí er skollið á í dönsku úrvalsdeildinni er FC Kaupamannahöfn í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Midtjylland eftir 20 umferðir.

Virðist vera með þrjú tilboð í höndunum

Fleiri mögu­leik­ar virðast vera í stöðunni hjá Ragnari. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Ragnar sé í viðræðum við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Trabzonspor um að ganga í raðir þess.

Nýjustu fréttir af Ragnari í Tyrklandi eru hins vegar þær að hann sé búinn að ná samkomulagi við Gaziantep, sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Sagt er að Ragnar fái um 600 þúsund evrur í árslaun hjá liðinu. Gaziantep er í 9. sæti deildarinnar. Sporcope greindi frá í gær.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir