Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hefndi sín og var settur í agabann

Rúrik var settur í agabann hjá liði sínu Sandhausen í Þýskalandi.

ÍV/Getty

Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, var settur í agabann hjá liði sínu fyrir leik gegn Heidenheim í þýsku B-deildinni í gær.

Rúrik fékk ekki að vera í leikmannahópi Sandhausen í gær og ástæðan er sögð vera vegna atviks sem átti sér stað á æfingu liðsins í síðustu viku, að því fram kemur í þýskum fjölmiðlum, en Fótbolti.net greindi fyrst íslenskra fjölmiðla frá málinu.

Sandhausen var þar með að refsa Rúrik fyrir að hafa brotið ákveðnar agareglur á æfingu liðsins. Þjálfari liðsins, Uwe Koschinat, var loðinn í svörum hjá fréttamönnum eftir leik en tók það hins vegar fram að hann hefði ekki haft möguleika á að líta framhjá þessu tiltekna atviki.

Þýski miðilinn Rhein-Neckar-Zeitung segir að Rúrik hafi verið settur í agabann fyrir að tækla liðsfélaga sinn á æfingu og í frásögninni hjá miðlinum bar þess merki að um hefnibrot hafi verið að ræða.

Samkvæmt Koschinat er Rúrik væntanlegur til æfinga í dag og verður hann því að öllum líkingum til taks í næsta leik á föstudagskvöld þegar liðið fær Darmstadt í heimsókn í Íslendingaslag, en með Darmstadt leikur Guðlaugur Victor Pálsson.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir