Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hart bar­ist í Íslendingaslag (myndasyrpa)

Það var afar hart barist um stigin þrjú í Íslendingaslag á æfingamóti í Austurríki. 

Hörður Björgvin og Jón Guðni eigast við í leiknum í fyrradag. Mynd/sports.ru

Íslendingaliðin Krasnodar og CSKA Moskva mættust í æfingamótinu Parimatch Premier Cup í Ausurríki í fyrradag. Viðureign liðanna var opnunarleikur mótsins og afar hart var barist um stigin þrjú sem í boði voru.

Jón Guðni Fjóluson lék síðari hálfleikinn fyrir Krasnodar í leiknum og Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Mosvku. Arnór Sigurðsson gat ekki leikið fyrir CSKA Mosvku í leiknum vegna smávægilegra meiðsla.

Mikil barátta var í leiknum milli tveggja sterkra liða en Krasnodar fór að lokum með sigur af hólmi. Aleksandr Martynovich skoraði eina mark leiksins rétt fyrir leikhlé með skalla í kjölfar hornspyrnu.

Töluvert var um átök í leiknum, eins og sjá má í myndasyrpunni hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun