Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hannes rift­ir samn­ingi sín­um við Qara­bag

Hannes Þór hef­ur fengið samn­ingi sín­um við lið Qara­bag í Aserbaídsjan rift.

ÍV/Getty

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, hef­ur fengið samn­ingi sín­um við lið Qara­bag í Aserbaídsjan rift, en hann gekk í raðir fé­lags­ins í fyrrasum­ar.

Frá þessu er greint á vefsíðu Qara­bag að Hannes sé búinn að rifta samningi sínum við félagið.

Hannes, sem er 34 ára, gekk til liðs við Qara­bag í fyrrasumar og gerði tveggja ára samning við félagið eftir heimsmeistarmótið í Rússlandi.

Hannes lék lítið fyrir Qara­bag á leiktíðinni en hann stóð á milli stanganna í aðeins átta leikjum í öllum keppnum.

Óvíst er hvað Hannes gerir nú en háværar raddir eru uppi um það að hann gangi til liðs við Íslandsmeistara Vals.

Hannes hefur sjálfur ekki útilokað að koma aftur til Íslands.

„Maður getur ekkert útilokað neitt í fótbolta. Hvort ég verði í Pepsi-deildinni, í Aserbaídsjan eða annars staðar er óráðið,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net í síðastliðnu landsleikjaverkefni.

Hannes á að baki 59 A-landsleiki fyrir Ísland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir