Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hamrén fylgd­ist með Arnóri Ingva í gær

Erik Hamrén var í gær mættur til að fylgjast með Arnóri Ingva spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Erik Anders Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var í gær á áhorfendapöllunum þegar Arnór Ingvi Traustason lék með Malmö sem gerði markalaust jafntefli við IFK Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á miðlinum Expressen sem tók einnig viðtal við Arnór eftir leikinn.

Arnór Ingvi, sem hefur verið einn af bestu leikmönnum Malmö á leiktíðinni, segist ekki hafa átt góðan leik í gær, en honum var skipt af velli í leikhléinu.

„Ég átti ekki góðan leik. Ég hef verið í góðu standi en ekki var það sama upp á teningnum í gær,“ sagði Arnór.

Erik Hamrén velur á næstunni 23 manna hóp íslenska landsliðsins sem mætir Albaníu 8. júní og Tyrklandi 11. júní í undankeppni EM 2020.

Tímasetningin fyrir Arnór Ingva að landsliðsþjálfarinn hafi verið fylgjast með leiknum í gær var því nokkuð óheppileg, en Arnór vissi ekki að Hamrén ætlaði að mæta á leikinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir