Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hákon Arnar í FC Kaupmannahöfn

Skagamaðurinn efnilegi, Hákon Arnar, er farinn frá ÍA og genginn til liðs við FC Kaupmannahöfn.

Mynd/fck.dk

Skagamaðurinn efnilegi, Hákon Arnar Haraldsson, er farinn frá ÍA og genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Frá þessu var greint á heimasíðu FCK í dag.

Hákon Arnar, sem er fæddur árið 2003, er sóknarsinnaður leikmaður og hefur leikið með yngri flokk­um ÍA og verið í leikmannahópi hjá meist­ara­flokki fé­lags­ins í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hákon Arnar á að baki landsleiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands, eða í heild 11 leiki og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk.

Foreldrar Hákons Arnars eru Har­ald­ur Ing­ólfs­son og Jón­ína Víg­lunds­dótt­ir sem eru bæði marg­fald­ir Íslands- og bikar­meist­ar­ar með ÍA.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir