Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi val­inn maður leiks­ins

Gylfi var valinn maður leiks­ins hjá bæði Sky Sports og BBC fyrir frammistöðu sína í 4-0 stórsigri Everton á Manchester United.

Gylfi fagnar marki sínu í dag. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sig­urðsson var út­nefnd­ur maður leiks­ins hjá bæði Sky Sports og BBC fyrir frammistöðu sína í 4-0 stórsigri Everton á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Everton inn­byrti þrjú góð stig en Gylfi skoraði glæsimark með skottilraun fyrir utan teig og átti einnig stoðsendingu í leiknum í dag.

Gyfli átti í leiknum 54 snertingar, 32 sendingar, 11 fyrirgjafir og bjó til fjögur færi þar sem Theo Walcott skoraði úr einu þeirra. Þá átti hann tvær skottilraunir og önnur þeirra endaði í marki Manchester United. Magnaður leikur hjá Gylfa í dag.

Lestu meira um leikinn hér. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir