Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi Þór og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk árs­ins

Leik­manna­val KSÍ hef­ur valið Gylfa Þór og Söru Björk knatt­spyrnu­fólk árs­ins 2019.

ÍV/Getty/Samsett

Leik­manna­val KSÍ hef­ur valið Gylfa Þór Sig­urðsson og Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur knatt­spyrnu­fólk árs­ins 2019.

Er þetta í sextánda skiptið sem að knatt­spyrnu­fólk árs­ins er sér­stak­lega út­nefnt af KSÍ. Það eru fjöl­marg­ir aðilar, m.a. fyrr­ver­andi landsliðsmenn, þjálf­ar­ar og for­ystu­menn í knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni, sem velja knatt­spyrnu­fólk árs­ins.

Jóhann Berg Guðmundsson varð í öðru sæti hjá körlunum og Ragnar Sigurðsson hafnaði í þriðja sætinu.

Glódís Perla Viggósdóttir varð í öðru sæti kvennamegin og Elín Metta Jensen í því þriðja.

Knatt­spyrnu­fólk árs­ins 2019

Karlar:

1. Gylfi Þór Sig­urðsson (Everton)
2. Jóhann Berg Guðmundsson (Car­diff)
3. Ragnar Sigurðsson (Rostov)

Kon­ur:

1. Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir (Wolfsburg)
2. Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengård)
3. Elín Metta Jensen (Valur)

Hér má lesa um­sögn um leik­menn­ina sex á vef KSÍ

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir