Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi Þór og Jó­hann Berg byrja báðir í kvöld

Gylfi Þór og Jóhann Berg mætast í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sig­urðsson og Jó­hann Berg Guðmunds­son eru báðir í byrjunarliðum sinna liða þegar Everton og Burnley mætast í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 19:00. Þetta er í fjórða sinn sem þeir mætast í deildinni.

Gylfi Þór mun í kvöld spila fyrir aftan framherja Everton ef marka má uppstillingu í leiknum og þá mun Jóhann Berg spila á hægri kantinum hjá Burnley.

Everton eygir möguleika á að ná umspilssæti í Evrópudeildinni en liðið er í 9. sæti og þarf að enda fyrir ofan Leicester og Wolves til að eiga möguleika á umspilssæti.

Burnley er í 15. sæti og öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en með sigri í kvöld getur liðið farið upp í 13. sæti.

Byrjunarlið liðanna má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun