Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi Þór fékk góða ein­kunn

Gylfi Þór fékk góða dóma fyr­ir frammistöðu sína með Everton í dag.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sig­urðsson fékk góða dóma fyr­ir frammistöðu sína með Everton í sig­ur­leikn­um gegn Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Tom Davies og Richarlison. Gylfi Þór, sem lék allan leikinn, átti þátt í fyrra marki Everton en hann tók hornspyrnu og hún fór á Mason Holgate sem skallaði til hliðar á Tom Davies sem skallaði síðan knöttinn í netið. Mbl.is birti svipmyndir úr leiknum og þar má sjá hornspyrnu Gylfa.

Gylfi Þór fékk 7 í ein­kunn hjá Sky Sports og hann fékk sömu ein­kunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo. Þá fékk hann einnig 7 í einkunn hjá enska blaðinu Daily Mail.

Sigurinn var mikilvægur sigur fyrir Everton, sem er nú komið upp í 13. sæti deildarinnar og í 14 stig eftir 12 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir