Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton í sigri

Jón Daði ónotaður varamaður í sigri Millwall

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton sigraði leikinn með einu marki gegn engu. Bernard skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu með skoti á nærstöngina. Everton eru þá komnir með sinn fyrsta sigur eftir markalaust jafntefli við Wolves í fyrstu umferð.

Everton fer í heimsókn til Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa í þriðju umferð deildarinnar næstkomandi föstudagskvöld.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Millwall gegn Sheffield Wednesday í þriðju umferð ensku B-deildarinnar. Millwall lék allan seinni hálfleikinn einum færri eftir að hafa misst leikmann af velli með rautt spjald á 43. mínútu. Jón Daði hefur einungis fengið 16 mínútur í leikjunum þremur.

Það er stutt í næsta leik Millwall en liðið heimsækir Fulham á Craven Cottage í fjórðu umferð deildarinnar á miðvikudaginn næstkomandi. Vonandi fer tækifærið að koma fyrir Jón Daða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun