Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi seg­ir Hazard vera erfiðasta and­stæðing­inn

Gylfi Þór sat fyrir svörum hjá fótboltatímaritinu Kick Off.

ÍV/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat fyrir svörum hjá fótboltatímaritinu Kick Off nú á dögunum.

Gylfi svaraði fjölmörgum spurningum en hluti þeirra birtist á vef Kick Off fyrr í dag.

Í viðtalinu svarar Gylfi spurningum um erfiðasta andstæðinginn, uppáhalds leikvanginn, helstu afrekin á ferlinum og hvaða leikmaður úr fortíðinni yrði fyrir valinu sem liðsfélagi.

Erfiðasti andstæðingurinn

„Eden Hazard. Hann er eldsnöggur sem gerir það verkum að það er erfitt að verjast honum. Yaya Toure var einnig mjög erfiður andstæðingur vegna mismunandi ástæðna. Hann var svo stór, sterkur og það var í raun ekki hægt að komast nálægt honum af því hann notaði líkamann svo vel,“ sagði Gyfli.

Uppáhalds leikvangurinn

„Goodison Park er klárlega einn af þeim þegar stuðningurinn er sem mestur. Aðrir leikvangar í uppáhaldi eru San Siro í Mílanó og Stade de France í París eftir Evrópumótið í Frakklandi, og svo að lokum Old Trafford vegna stærðarinnar.“

Helsta afrekið

„Að komast á Heimsmeistarmótið með Íslandi stuttu eftir Evrópumótið okkar. Þegar fótbolti er frátalinn þá myndi ég einnig nefna forgjöfina mína í golfi sem er þrír.“

Ef þú gætir spilað með einum leikmanni úr fortíðinni, hver yrði fyrir valinu?

„Diego Maradona. Hæfileikar hans með boltann voru ótrúlegir og sama má segja um vinstri fótinn hans. Hann var mjög einstakur leikmaður og það hefði því verið gaman að spila með honum. Ég tel að við hefðum getað spilað vel saman, ekki spurning. Hver sem er hefði spilað vel með honum, svo góður var hann.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir