Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi og Jóhann gætu mæst í kvöld

Gylfi Þór og Jóhann Berg gætu mæst í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

Það verður líklega Íslendingaslagur á Englandi í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar taka á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi Þór verður að öllum líkindum í byrjunarliði Everton í kvöld en Jóhann Berg hefur hins vegar ekki verið í byrjunarliði Burnley frá því um miðjan mars. Ef þeir leika báðir í kvöld þá verður það í fjórða sinn sem þeir mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Everton eygir möguleika á að ná umspilssæti í Evrópudeildinni en liðið er í 9. sæti og þarf að enda fyrir ofan Leicester og Wolves til að eiga möguleika á umspilssæti.

Jóhann Berg kom við sögu og lék síðustu mínúturnar með Burnley í síðustu umferð þegar liðið tapaði naumlega fyrir ríkjandi meisturum í Manchester City, 1-0. Burnley er í 15. sæti og öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en með sigri í kvöld getur liðið farið upp í 13. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun