Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi og félagar töpuðu gegn nýliðum Aston Villa

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem tapaði gegn nýliðum Aston Villa

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem tapaði óvænt gegn nýliðum Aston Villa, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gylfi var tekinn af velli tæpum hálftíma fyrir leikslok en inná í hans stað kom Alex Iwobi. Iwobi var þar með að spila sinn fyrsta leik fyrir Everton en hann kom til liðsins frá Arsenal rétt fyrir tímabilið.

Wesley skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og svo var það ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartímans í síðari hálfleik sem Anwar El-Gazi tvöfaldaði forystu Aston Villa og þar við sat.

Fyrsta tap Everton á tímabilinu staðreynd en leikmenn liðsins hafa fengið mikið lof fyrir varnarleikinn í byrjun tímabils og sitja þeir nú í 9. sæti deildarinnar með 4 stig eftir þrjár umferðir. Aston Villa stökk upp í 12. sæti en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu.

Næsti deildarleikur Gylfa og félaga verður útileikur gegn Wolves á sunnudaginn eftir viku en áður en að þeim leik kemur verður deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu Lincoln City á miðvikudagskvöld.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun