Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi og fé­lag­ar töpuðu fyr­ir Bournemouth

Gylfi Þór og fé­lag­ar hans í Everton töpuðu fyr­ir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everon sýndu ekki sinn besta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir fóru í heimsókn til Bournemouth á suður­strönd Englands. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Bournemouth.

Gylfi Þór lék fyrir aftan fremsta mann Everton í leiknum þar til honum var skipt af velli á 71. mínútu.

Í leikhléi var staðan jöfn, 1-1. Call­um Wil­son hjá Bour­nemouth kom liðinu yfir með skalla­marki á 23. mín­útu leiksins en Dom­inic Cal­vert-Lew­in jafnaði metin fyrir Everton rétt fyrir leikhléið með skalla­marki eft­ir undirbúning frá Richarlison.

Ryan Fraser kom Bour­nemouth aftur yfir þegar hann skoraði mark beint úr auka­spyrnu á 68. mín­útu, 2-1. Gylfi fór af velli á 71. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Call­um Wil­son sitt annað mark þegar hann fór í gegnum vörn Evert­on. Lokatölur leiksins urðu því 3-1.

Eft­ir fimm um­ferðir er Everton í 11. sæti deildarinnar með 7 stig. Bour­nemouth komst með sigrinum upp í 8. sætið og er einnig með 7 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun