Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi og fé­lag­ar fögnuðu góðum og mik­il­væg­um sigri

Gylfi Þór og samherjar hans í Everton hrósuðu góðum sigri í dag.

Gylfi í leiknum í dag. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton hrósuðu 2-1 útisigri gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn.

Það tók Everton ekki nema 4. mínútur að skora fyrsta markið í leiknum. Gylfi Þór átti þátt í markinu en hann tók hornspyrnu og hún fór á Mason Holgate sem skallaði til hliðar á Tom Davies sem skallaði síðan knöttinn í markið. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks tókst heimamönnum í Southampton að jafna metin og þar var að verki Danny Ings eftir mistök í vörn Everton.

Gestirnir í Everton voru þó ekki hættir og á 75. mínútu uppskáru þeir sigurmark þegar Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði af stuttu færi eftir glæsilega fyrirgjöf frá Djibril Sidibe. Lokatölur 2-1 fyrir Everton.

Mikilvægur sigur fyrir Everton, sem er nú komið upp í 13. sæti deildarinnar og í 14 stig eftir 12 leiki.

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með vegna meiðsla þegar lið hans Burnley vann góðan 3-0 sigur á heimavelli gegn West Ham United. Burnley er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.

Í ensku B-deildinni lék Jón Daði Böðvarsson í 78 mínútur fyrir Millwall sem hafði betur Charlton Athletic, 2-1.

Sigurmark Millwall kom í uppbótartíma og það gerði Matt Smith. Millwall er í 15. sæti með 21 stig eftir 16 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun