Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Gylfi öfl­ug­ur með Everton

Gylfi Þór var áberandi hjá liði Everton í æfingaleik í dag.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson var áberandi hjá liði Everton í dag þegar það gerði markalaust jafntefli við svissneska liðið Sion í æfingaleik í Sviss.

Everton-liðið hóf undirbúningstímabil sitt fyrir viku síðan og Gylfi kom til móts við liðið nokkrum dögum seinna.

Sjá einnig: Gylfi Þór hitti nafna sinn í Indónesíu

Gylfi byrjaði leikinn á varamannabekknum en lék allan síðari hálfleikinn og átti sterka innkomu af bekknum. Hann átti bæði skot í slá og stöng og var óheppinn að skora ekki í leiknum, sem má sjá hér að neðan.

Everton, sem er undir stjórn Marco Silva, endaði síðustu leiktíð í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Gylfi var frábær með Everton á síðustu leiktíð og missti ekki úr einn einasta leik í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 13 mörk og lagði upp önnur 6, sem er frábær tölfræði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið