Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi með fín­an leik í sigri Everton

Gylfi Þór fékk fína dóma fyr­ir frammistöðu sína með Evert­on sem í dag hafði bet­ur gegn Crystal Palace.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sig­urðsson fékk fína dóma fyr­ir frammistöðu sína með Everton í sig­ur­leikn­um gegn Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton vann leikinn 3-1.

Gylfi Þór var í byrj­un­arliði Evert­on og lék fyrstu 85 mínúturnar á miðri miðjunni. Gylfi fékk 6 í ein­kunn hjá Sky Sports og einnig 6 í einkunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo. Þá fékk hann 6,7 í einkunn hjá tölfræðisíðunni WhoScored og 6,5 í einkunn hjá enska dagblaðinu Daily Mail.

Bern­ard kom Everton yfir á 18. mínútu leiksins þegar hann kom bolt­an­um í netið á fjær­stöng­inni eft­ir fínan undirbúning Theo Walcott. Staðan í hálfleik var 1-0.

Gest­irn­ir voru ekki lengi að jafna met­in eft­ir hálfleik en þá skoraði Christian Benteke framhjá Jor­d­an Pickford í marki Evert­on sem átti að gera töluvert betur. Eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Richarlison og kom Everton aftur í forystu eftir vel útfærða skyndisókn.

Dom­inic Cal­vert-Lew­in innsiglaði síðan sigur Everton undir lok venjulegs leiktíma með því að fylgja á eftir slá­ar­skoti Richarlison. Lokatölur urðu 3-1, Everton í vil.

Með sigrinum fór Everton upp í 7. sæti deildarinnar og liðið er nú með 36 stig eftir 26 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir