Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi með 8 í ein­kunn hjá Sky

Gylfi fékk góða dóma fyr­ir frammistöðu sína með Everton í dag.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson fær góða dóma eftir frammistöðu sína með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton hrósaði fyrr í dag sigri gegn Wolves þar lokatölur leiksins urðu 3-2. Gylfi Þór var arkitektinn að öðru marki Everton þegar hann átti glæsilega fyrirgjöf á Alex Iwobi sem skoraði skallamark af stuttu færi inn í teig.

Gylfi fær 8 í ein­kunn hjá Sky Sports og var efst­ur leik­manna Everton ásamt þeim Richarlison og Fabian Delph sem var valinn maður leiksins.

Einkunnir leikmanna í leiknum:

Everton: Pickford (7), Coleman (6), Keane (7), Mina (7), Digne (7), Delph (8), Andre Gomes (6), Richarlison (8), Gylfi Þór (8), Iwobi (7), Kean (7)

Varamenn: Bernard (6), Calvert-Lewin (6)

Wolves: Rui Patricio (6), Bennett (5), Coady (4), Boly (5), Vinagre (5), Traore (6), Dendoncker (6), Saiss (6), Cutrone (6), Neves (6), Jimenez (6).

Varamenn: Moutinho (6), Jota (6), Neto (6)

Maður leiksins: Fabian Delph

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir