Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Gylfi lagði upp í sigri Everton

Gylfi Þór lagði upp í 0-2 útisigri Everton gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Úr leiknum í dag. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hans í Everton unnu flottan 0-2 útisigur gegn West Ham í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það leið ekki á löngu þar til fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og þar voru gestirnir að verki. Kurt Zouma skoraði skallamark á fimmtu mínútu upp úr hornspyrnu sem Gylfi Þór hafði tekið og hann fékk því skráða stoðsendingu fyrir markið.

Eftir rúman hálftíma leik bætti Everton við öðru marki. Bernard var sá sem skoraði seinna mark Everton og það reyndist vera síðasta mark leiksins.

Með sigrinum skaust Everton upp í níunda sæti deildarinnar. Liðið var að vinna sinn annan leik í röð og er nú með 43 stig þegar sex umferðir eru eftir af leiktíðnni.

Stoðsendinu Gylfa í leiknum má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið