Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi í liði umferðarinnar hjá BBC

Sérfræðingur BBC velur Gylfa í lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi í leiknum í dag. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson átti heldur betur góðan leik þegar Everton vann flottan og sannfærandi 4-0 stórsigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi skoraði glæsimark með hnitmiðaðu skoti fyrir utan teig í leiknum og lagði einnig upp mark fyrir liðsfélaga sinn, Theo Walcott.

Bæði Sky Sports og BBC völdu Gylfa mann leiksins. Hann átti frábæran leik og tölfræði hans var ekki af lakara taginu. Gylfi átti 54 snertingar, 32 sendingar, 11 fyrirgjafir og bjó til fjögur færi í leiknum. Þá átti hann tvær skottilraunir þar sem önnur þeirra endaði í marki Manchester United.

Garth Crooks, sérfræðingur BBC um ensku úrvalsdeildina, hefur valið Gylfa í lið umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í dag.

„Það er ekki langt síðan að Everton var að ganga í gegnum erfiða tíma og það var deiluefni hvort Marco Silva, þjálfari Everton, væri rétti maðurinn til að stýra liðinu. Gylfi hefur stigið vel upp sem besti leikmaður liðsins í endurnýjun lífdaga. Mark hans gegn andlega niðurbrotnu Manchester United-liði var gífurlega mikilvægt í frábærum 4-0 sigri á Goodison Park,“ segir Garth Crooks í umsögn sinni um Gylfa.

Úrvalslið Garth Crooks má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir