Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi hefur reynst Manchester United erfiður – Sjáðu helstu tilþrif hans með Everton

Gylfi hefur reynst Manchester United erfiður í gegnum tíðina.

Gylfi í leik gegn Manchester United árið 2017. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton fá á morgun Manchester United í heimsókn á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Stjóri Everton, Marco Silva, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að Gylfi væri búinn að vera glíma við meiðsli síðustu daga eftir að hafa meiðst smávægilega á æfingu. Silva vonast til að Gylfi verði klár í leikinn á morgun.

Sjá einnig: Gylfi segir Hazard vera erfiðasta andstæðinginn

Gylfi er búinn að eiga frábært tímabil með Everton í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp önnur fimm í 37 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Þetta er hans önnur leiktíð með liðinu eftir að hafa verið keyptur frá Swansea City um haustið 2017.

Gylfi hefur reynst Manchester United erfiður í gegnum tíðina í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hefur spilað bæði með Swansea City og Everton. Hann hefur komið að alls sjö mörkum gegn Manchester United, fjórum sinnum skorað og þrisvar lagt upp.

Gylfi skoraði úr vítaspyrnu gegn Manchester United í fyrri leik liðanna á Old Trafford á leiktíðinni þar sem Everton beið lægri hlut, 2-1.

Fyrir stuttu síðan birtust myndbönd af öllum helstu tilþrifum Gylfa með Everton. Hægt er að sjá þau hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir