Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi fékk kort­er í sigri – Rúnar Alex á bekknum

Gylfi og samherjar hans í Everton tryggðu sér sæti í 16-liða úr­slit­um ensku deilda­bik­ar­keppn­inn­ar með sigri í kvöld.

ÍV/Getty

Everton sigraði B-deildarliðið Sheffield Wednesday 2-0 á útivelli í enska deildabikarnum í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton og kom inn af bekknum á 76. mínútu leiksins. Hann lék því síðasta korterið í leiknum.

Everton fór heldur betur af stað með látum en eftir tíu mínútna leik var Dominic Calvert-Lewin búinn að skora tvö mörk fyrir liðið. Fleiri urðu mörkin ekki og Everton vann að lokum 2-0 sigur.

Everton hefur þar með tryggt sér sæti í 16-liða úr­slit­um ­keppn­inn­ar.

Rúnar Alex enn á bekknum hjá Dijon

Fyrr í kvöld sat Rúnar Alex Rúnarsson allan leikinn á varamannabekknum þegar lið hans Dijon gerði markalaust jafntefli við Marseille í frönsku úrvalsdeildinni.

Senegalski landsliðsmarkvörðurinn Alfred Gomis varði markið hjá Dijon í leiknum og hélt því hreinu. Hann virðist vera búinn að hirða markmannsstöðuna af Rúnari en Gomis hefur spilað síðustu þrjá leiki liðsins og haldið hreinu í tveimur þeirra.

Dijon er án sigurs í botnsæti deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu sjö leikina.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun