Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi bestur hjá Everton í apríl að mati stuðningsmanna

Stuðningsmenn Everton völdu Gylfa Þór sem besta leikmann félagsins í aprílmánuði.

Gylfi fagnar marki sínu í síðasta mánuði. ÍV/Getty

Ein stærsta stuðningsmannasíða Everton, GrandOldTeam.com, stóð fyrir kosningu á besta leikmanni félagsins í aprílmánuði. Þar gátu lesendur valið leikmann mánaðarins en þar varð Gylfi Þór Sigurðsson hlutskarpastur í kjörinu.

Gylfi fékk yfir 15% atkvæða í kosningunni og Idrissa Gueye endaði á eftir honnum og þá var Bernard í 3. sætinu.

Gylfi lék fjóra leiki með Everton í síðasta mánuði og skoraði eitt mark og lagði upp annað. Mark hans og stoðsending kom í sama leiknum þegar Everton vann 4-0 stórsigur á Manchester United fyrir tveimur vikum. Gylfi gerði sér lítið fyrir í þeim leik og skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig og gaf laglega stoðsendingu á Theo Walcott.  Gylfi var valinn maður leiks­ins hjá bæði Sky Sports og BBC fyrir frammistöðu sína í leiknum og þá var hann einnig valinn í lið umferðarinnar af sérfræðingi BBC.

Gylfi Þór og félagar í Everton eiga í kvöld leik í ensku úrvalsdeildinni þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burney koma í heimsókn á Goodison Park.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir