Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gylfi ber fyr­irliðabandið

Gylfi Þór verður með fyr­irliðabandið hjá Everton sem mætir Leicester City.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, mun leiða lið sitt út á völl­inn sem fyr­irliði liðsins þegar það mæt­ir Leicester City í ensku úr­vals­deild­inni í dag klukkan 16.30.

Everton er í 17. sæti deildarinnar með 14 stig og það er því orðið mjög heitt undir þjálfara liðsins, Marco Silva, sem þarf sárlega á sigri að halda til þess að létta pressunni af sér.

Lærisveinar Brendan Rodgers hjá Leicester City eru hinsvegar sjóðheitir þessa dagana og hafa rakað inn 29 stigum og eru í þriðja sætinu.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Chilwell, Ricardo, Soyuncu, Evans, Ndidi, Tielemans, Maddison, Barnes, Perez, Vardy

Byrjunarlið Everton: Pickford, Digne, Sidibe, Holgate, Keane, Mina, Davies, Gylfi Þór, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun