Myndskeið
Gunnhildur Yrsa lagði upp mark í tapi
Gunnhildur Yrsa lagði upp eina mark Utah Royals sem tapaði í nótt fyrir Chicago Red Stars.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/RSL
Íslendingaliðin Utah Royals og Portland Thorns töpuðu bæði leikjum sínum sem fóru fram í nótt og í kvöld í bandarísku atvinnumannadeildinni.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék í tapi með liði sínu Utah Royals sem beið lægri hlut fyrir Chicago Red Stars, 2-1, í nótt.
Gunnhildur lék allan leikinn á miðjunni hjá Utah Royals og lagði upp eina mark liðsins á 42. mínútu er hún átti góða sendingu á Christen Press. Tveimur mínútum áður hafði Red Stars komist í 1-0 en liðið skoraði svo sigurmark á 85. mínútu leiksins.
.@Gunnhildur_Yrsa with the moves. @ChristenPress with the equalizer 🔥 pic.twitter.com/tPTYegerZm
— Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) September 29, 2019
Úrslitin þýða að Utah Royals er ekki lengur í baráttunni um að enda í efstu fjórum sætunum, sem berjast um bandaríska meistaratitilinn í lok tímabils.
Dagný Brynjarsdóttir lék þá fyrir Portland Thorns sem tapaði 2-0 fyrir Reign í kvöld.
Portland Thorns hefur nú þegar tryggt sér sæti um meistartitilinn en liðið er í 3. sæti með 39 stig eftir 22 leiki.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 5 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 5 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin