Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gunnhildur og stöllur töpuðu fyr­ir botnliðinu

Gunnhildur Yrsa lék í tapi Utah Royals í nótt.

Mynd/Real Salt Lake

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar hennar í Utah Royals máttu sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn botnliði Sky Blue í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni í nótt.

Markalaust var í hálfleik og allt var í járnum í síðari hálfleik þar til í uppbótartímanum. Jenni­fer Hoy var þar á ferðinni fyrir Sky Blue og skoraði sigurmark.

Gunnhildur var í byrjunarliði Utah Royals í leiknum og var tekinn af velli á 82. mínútu. Hún hefur byrjað alla 11 leiki tímabilsins.

Utah Royals er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 17 stig og aðeins þremur stigum á eftir toppliði Reign.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun