Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gunn­hild­ur og stöllur á toppnum

Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í Utah Royals eru á toppnum í bandarísku kvennadeildinni.

ÍV/Getty

Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir spilaði allan tímann þegar lið hennar Utah Royals fór með sigur af hólmi, 1-0, gegn Orlando Pride í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Gunnhildur var á miðjunni hjá Utah Royals í leiknum en það var hún Christen Press sem sá um að gera eina mark leiksins á 19. mínútu.

Gunnhildur og stöllur hennar byrjuðu leiktíðina um síðustu helgi með sigri þegar þær hrósuðu 1-0 sigri á Washington Spirit í fyrstu umferðinni.

Utah Royals hefur því unnið báða leiki sína á leiktíðinni og er á toppi deildarinnar með 6 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun